Færsluflokkur: Skokkhópur Álftaness
Byrjendanámskeið vorið 2015
29.4.2015 | 00:01
Vel heppnað Reykjavíkurmaraþon
21.8.2011 | 23:21
Reykjavíkurmaraþonið fór fram á laugardaginn með góðri þátttöku meðlima Skokkhóps Álftaness. Um 15. meðlimir SÁ tóku þátt þar af flestir í hálfu maraþoni, einn í heilu og fáeinir í 10. km. Voru flestir að ná markmiðum sínum og voru hæstánægðir og brosandi þegar í mark var komið. Enda var ekki við öðru að búast því veðrið var fullkomið, þátttaka aldrei meiri, og stemningin eftir því. Samanborið við fyrra ár þá tóku allir nema einn þátt í 10. km.
Hlaupagrunnurinn hjá SÁ- meðlimum er að skila sér eftir góða ástundun síðastliðins árs, meðlimir orðnir margs vísari í greininni og tilbúnir í áframhaldandi hreyfingu. Nú höldum við áfram eftir sem áður en það má líta á RM sem uppskeruhátíð hlauparans og eftir hana þá hefst undirbúningur að næstu markmiðum.
Hlaup seinustu viku....
Mánudagur: Sissa, Anna, Sandra, Berglind, Sóla, Birgir og ritari fóru Garðaholts- og Jörfahring.
Miðvikudagur: Berglind, Sandra, Lilja, Birgir, Bjarni, Birna, Sóla og kona úr Asparholti fóru Garðaholts- og Álftaneshring.
Laugardagur: Þátttaka í Reykjavíkurmaraþoni. Ca. 15 manns tóku þátt.
Æfingar næstu viku..
Mánudagur: Léttur hringur tekinn, teygjur og reynt að liðka skrokkinn eitthvað til.
Miðvikudagur: Rólegt hlaup, ekki of langt mætti vera breytilegt undirlag.
Laugardagur: Lengri hlaup.
Kosningahvellur í enda viku !
10.4.2011 | 23:01
Vindasöm vika endar með miklum hvelli í stíl við það sem á undan hefur gengið. Aðeins hefur dregið úr þátttöku en vonandi fer fjölgandi aftur því meðlimir verða að fara að ná sér í innlegg fyrir páskunum, eggjaát og fleira kruðerí framundan.
Hlaup seinustu viku voru þannig....
Mánudagur: Anna fór Dashringinn - Birna, Dista, Sissa, Villi og Ágúst fóru Garðaholtið og sumir Skátahr. að auki - ritari fór Das- og Skátahring.
Miðvikudagur: Lilja, ritari og Villi fóru Álftaneshringinn - Ágúst fór Álftanes- og Garðaholtshring - Bjarni fór Das- og Álftaneshring.
Laugardagur: Birna, Sigurlaug og Jói fóru Álftaneshr. og Jói kom við á Bessastöðumað auki - ritari fylgdi Írisi að Garðaholti sem hún kláraði en sjálfur fór hann A. Hansen- og 2*Álftaneshring.
Hlaupaæfingar næstu viku hljóða þannig:
Mánudagur: Upphitun, sprettir og niðurskokk.
Miðvikudagur: Upphitun, tempóhlaup og niðurhlaup.
Laugardagur: Róleg lengri hlaup.
Skokkhópur Álftaness | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íbúum Álftaness fjölgar ört !
3.4.2011 | 22:26
Það er nú ekki lengur hægt að bera það fyrir sig að veðrið sé svo leiðinlegt þegar kemur að ákvörðun um það að hlaupa, eða ekki hlaupa. Veðrið er komið í vorgírinn og bjart er til 9 á kvöldin. Húsbændur og hjú eru farin að rótast í vorverkunum, þröstur syngur í trjánum og hver farfuglinn af öðrum kemur inn til lendingar. Já það er ekki laust við það að allt sé að gerast þessa stundina, en staðfest er að allavega 3 lóur við Skógtjörn og einn syngjandi Þröstur í Sviðholtsvör séu á meðal íbúa vor þessa stundina.
Kippur er kominn í hlaupin hjá SÁ og er nú svo komið að varla er bíl að sjá á ferðinni þegar skokkhópurinn liðast um stígana. Gangandi fólk og aldraðir hafa þurft að hafa hægt um sig meðan þessu fer fram enda er hraðinn mikill því SÁ-menn eru í góðri æfingu eftir veturinn.
Hlaup seinustu viku eru eftirf.....
Mánudagur: Anna, Dista, Sissa, Íris, ung stúlka, Ágúst, Villi T., Gísli, Þórhallur, Jói, og ritari hituðu upp að Sótabrekkunni og teygðum þar. Tókum svo 2-4*200m spretti í brekkunni sem tók vel á, flestir kláruðu svo Álftaneshringinn en Þórhallur fór einnig Garðaholtið ásamt ritara.
Miðvikudagur: Dista, Birna, Lilja og Villi T. fóru Álftaneshring með viðkomu að Bessastöðum - Ágúst og ritari fóru Dashringinn.
Laugardagur: Birna fór Álftanes- og Stóran Skátahring - Jói fór Dashringinn - Ágúst og ritari fóru A. Hansen- og Álftaneshringinn.
Æfingar næstu viku eru eftirf....
Mánudagur: Upphitun, teygjur og brekkusprettir
Miðvikudagur: Upphitun, tempóhlaup og niðurhlaup
Laugardagur: Lengri hlaup
Skokkhópur Álftaness
19.9.2010 | 22:32
Enginn almennur hlaupahópur hefur áður verið til á Álftanesi. Sumir hafa verið að hlaupa á eigin vegum en hafa ekki haft tækifæri til þess að hlaupa með öðrum, vegna þess að almenningshlaup hér hefur ekki farið fram með skipulögðum hætti hingað til.
Að fara í næstu bæjarfélög er jú einn kosturinn, en hver vill nú ekki geta haft tækifæri til þess að hlaupa í eigin bæjarfélagi, og losna við að fara úr einum stað á annan bara til þess að hlaupa með öðrum á meðan aðstaðan er til staðar hér.
Nú er tækifæri fyrir almenning á Álftanesi að skrá sig í hlaupahóp og stunda útihlaup með öðrum og njóta okkar fallegu náttúru hér sem og víðar. Stofnaður hefur verið hlaupahópur undir formerkjum UMFÁ sem mun bera nafnið "Skokkhópur Álftaness". Borið hefur á fyrirspurnum til UMFÁ um útihlaup í gegnum tíðina svo að nú hafa nokkrir aðilar er hafa verið duglegir að hlaupa úti í sumar, tekið sig saman og látið þetta verða að veruleika.
Tilgangur og markmið Skokkhóps Álftaness er að gefa almenningi tækifæri til þess að hittast, og stunda útihlaup, göngu eða aðrar styrktaræfingar. Allt eftir áherslum hvers og eins.
En eins og við vitum hefur almenningshlaup verið í mikilli sókn síðustu árin. Hlaupahópar hafa sprottið upp eins og gorkúlur, og keppnishlaup fyrir almenning eru orðnir mjög tíðir viðburðir. Þar hefur margur fundið keppnismanninn í sjálfum sér og getað borið sig saman við mann og annan og uppgötvað það að lengi getur lifað í gömlum glæðum. En eitt hafa dæmin sannað, það er það að aldrei er of seint að byrja. Því einstaklingur sem kemur sér reglulega út til hreyfinga finnur fljótt til betri líðan. En það er með hlaup eins og annað að viðkomandi uppsker eins og hann sáir.
Með tilkomu þessara glæsilegu íþróttamannvirkja hér, hefur skapast vettvangur fyrir skokkara og fleiri að hittast og að njóta í lok hvers hlaups, þeirrar þjónustu sem hér er í boði eins og sundlaug, pottar, gufuböð og fleira. Þjónusta sem allir geta verið stoltir af en virðist vera vannýtt ef eitthvað er. Getur góður hlaupahópur glætt svona mannvirki lífi og verið góð viðbót í okkar samfélagi.
Viljum við sem stöndum að þessu framtaki eindregið hvetja Álftnesinga til þess að koma og prófa að vera með. "Betra er seint en aldrei. En samt aldrei of seint".
Skokkhópur Álftaness | Breytt 27.3.2011 kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)